Brotist var inn í íbúðarhús í Hveragerði klukkan tíu í gærmorgun. Lögregla telur að þjófarnir hafi beðið fyrir utan þar til þeir sáu húsráðanda fara til vinnu um morguninn.
Nágranni segist hafa séð grænan Volkswagen Polo með þremur farþegum við húsið. Sem þátttakandi í svokallaðri nágrannavörslu, verkefni sem nýverið hóf göngu sína í Hveragerði, tók nágranninn niður bílnúmerið.
Lögregla segir að bílnúmerið hafi reynst stolið en hefur ákveðna menn grunaða. Málið er í rannsókn.