Á íbúafundi í Leikskálum í Vík í gærkvöldi kom glöggt fram í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar að aukning skjáfta á yfirliti Veðurstofunnar er vegna nákvæmari jarðskjálftamælinga síðustu vikur eða mánuði.
Nú mælast t.d. skjálftar af stærðinni 0. Aukning skjálfta er í raun sáralítil en aðeins er aukning í jarðhita.
Magnús Tumi sagði einnig að vísindamenn sjái engin merki þó hlaup sé í aðsigi. Þeir hafi t.d. ekki vitað um hlaupið sem kom í Múlakvísl í sumar fyrr en vatnshæðarmælir við Léreftshöfuð sendi boð um 5 metra hækkun.
Fundurinn var fjölmennur en á honum fór Magnús Tumi yfir stöðu mála í Kötlu en mikil virkni hefur verið þar að undanförnu.