Námskeið í næringarfræði og íþróttameiðslum

Þessar vikurnar standa yfir sérstök fræðslunámskeið fyrir nemendur íþróttaakademía Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Námskeið sem þessi voru haldin í fyrsta skipti sl. haust með góðum árangri og því var ákveðið að halda þeim áfram á vorönn.

Nemendur fá núna að kynnast næringarfræði og íþróttameiðslum nánar en það er Ásdís Björg Ingvarsdóttir sem kennir næringarfræðina og Jón Birgir Guðmundsson, Jóndi, sem kennir námskeiðið um íþróttameiðsl.

Á námskeiðunum fá nemendur kennslu út frá afreksíþróttum og er m.a. farið í gegnum mataræði íþróttamannsins sem og kennd viðbrögð við algengustu íþróttameiðslunum.

Allar íþróttaakademíur fjölbrautaskólans koma að fræðslunámskeiðunum og er stefnt á að halda þeim áfram á næsta skólaári.

Fyrri greinGunnar Rafn: Opið bréf til alþingismanna
Næsta greinFyrsta áburðarskipið búið að landa