Nánast engin gosvirkni

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja að ekki sé hægt að slá því föstu að gosinu í Eyjafjallajökli sé að ljúka en gosórói er nú mjög lítill.

Á fréttavef RÚV kemur fram að Ómar Ragnarsson hafi flogið yfir eldstöðina í morgun og segir hann að svo virtist sem gosið væri búið.

Lögreglan á Hvolsvelli býr sig undir að fara nær gossprungunni til að kanna hver staðan á gosinu er.

Fyrri greinSendibíll brann í Svínahrauni
Næsta greinEden opnar aftur