Lögreglan á Hvolsvelli segir að ein nauðgun hafi verið kærð til lögreglu á Bestu útihátíðinni sem er haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu nú um helgina.
Þolandinn var fluttur á Neyðarmóttöku fórnarlamba fyrir kynferðisbrot í Reykjavík en meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Málið er í rannsókn.
Þá var ein líkamsárás tilkynnt á hátíðinni í nótt og var árásarmaðurinn handtekinn.