Paramotorflugmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að hann nauðlenti svifdreka við Hlíðarvatn í Selvogi eftir hádegið í dag.
Þyrlan var kölluð út á hæsta viðbúnaðarstigi og segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi, að þyrlunni hafi verið lent við Landspítalann laust eftir klukkan tvö.
Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.