Nauðlenti svifvæng í Búrfelli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Um klukkan 12:30 barst Neyðarlínunni hjálparbeiðni vegna manns sem hafði nauðlent svifvæng í norðanverðu Búrfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Lögregla, sjúkraflutningar, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru boðuð og eru á leiðinni á vettvang.

UPPFÆRT KL. 14:12: Búið er að hífa manninn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flytur hann á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn, sem er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, er ekki talinn lífshættulega slasaður.

Fyrri greinTónlistarhátíð til verndar Þjórsár
Næsta greinSumarfrí… við mælum með Íslandi!