Neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur lagt fram drög að lokaskýrslu þriggja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Í skýrslunni er gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða.

Meðal þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórn leggur til að fari í orkunýtingarflokk eru Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá, Skrokkalda á Sprengisandi, Hverahlíð II á Hellisheiði og Þverárdalur á Hengilssvæðinu.

Samkvæmt drögunum eru Búlandsvirkjun í Skaftá (Búlandsvirkjun) og Kjalölduveita í Þjórsá meðal þeirra virkjunarkosta sem fara í verndarflokk.

Nokkrir kostir fara í biðflokk og meðal þeirra eru á Suðurlandi tveir virkjunarkostir í Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun í Hvítá, Hagavatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Innstidalur á Hengilssvæðinu, Hágönguvirkjun og Búrfellslundur.

Fyrri greinHunsa gulan borða lögreglunnar
Næsta grein„Með óendanlegan áhuga á hundum“