Nefndin vill vera með í ráðum

Íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra vill vera með í ráðum í málum sem tengjast málaflokki nefndarinnar hjá sveitarfélaginu.

Jóni Pétri Róbertssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa, var sagt upp þann 1. júlí sl. Nefndin er ósátt við að hafa ekki verið höfð með í ráðum og samþykkti samhljóða bókun þess efnis á fundinum.

„Nefndin telur mikilvægt að samráð sé haft við sig um öll mál sem tengjast sínum málaflokk. Óskar hún eftir betra samstarfi við sveitastjórn í afgreiðslu mála sem tengjast íþrótta og tómstundum í framtíðinni,“ segir meðal annars í bókuninni.

Guðni Sighvatsson var kosinn formaður nefndarinnar á þessum sama fundi.

Fyrri greinFámennt en góðmennt í Kötluhlaupi
Næsta greinHvergerðingar vilja kaupa hitaveituna af OR