Neitar að kvitta upp á landskipti vegna Syðri-Steinsmýri

„Sveitarstjórn var sammála um að það væri ekki hægt að kvitta upp á þessi landskipti enda voru engar skýringar fyrir ástæðu beiðninnar,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps.

Fjármálaráðuneytið sendi hreppnum beiðni þess efnis að skipta jörðinni Syðri- Steinsmýri 1 upp en jörðin er í eigu ríkisins.

„Sveitarstjórn telur að með því að skipta jörðinni Syðri-Steinsmýri á þann hátt sem hér er sótt um geti það rýrt möguleika ábúenda til atvinnusköpunar á jörðinni og sé ekki til þess fallið að styrkja og efla þá byggð sem fyrir er. Sveitarstjórn samþykkir ekki þessi landskipti úr jörð Syðri- Steinsmýri” segir í bókun sveitarstjórnar.

Fyrri greinNaumt tap hjá Mílan
Næsta greinHamar úr leik í bikarnum