Nemendur vinna við gæslu og í mötuneyti

Flóahreppur hefur gert samning við nemendur 10. bekkjar um aðstoð við gæslu í frímínútum og í mötuneyti skólans. Nemendur annast gæsluna með kennurum og öðru starfsfólki skólans.

Skólastjórnendur og umsjónarkennari skipuleggja starfið fyrir nemendur og hafa yfirumsjón með því. Nemendur fá greitt fast verð frá Flóahreppi fyrir vinnuna sem rennur óskipt í ferðasjóð þeirra.

Þeir nemendur sem annast gæsluna hverju sinni hafa kuldagalla til afnota og endurskinsvesti sem TM gaf skólanum.

Fyrri greinSelfyssingar ósáttir við rauða spjaldið á Sandnes
Næsta greinTinna Björg: „Íþróttahúsið“ á Stokkseyri