„Það hefur gengið mjög vel,“ segir Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, um laxveiði sumarsins í Þjórsá.
Urriðafoss á netalagnir við samnefndan foss og einnig neðar í ánni. Einar segir meðalveiði allra 160 jarðanna í veiðifélagi Þjórsár vera um fjögur þúsund laxa á sumri. Dágóður hluti aflans sé dreginn á land á jörðunum þremur beggja vegna við Urriðafoss.
Einar ekur með aflann til Reykjavíkur þar sem hann er seldur í Melabúðinni. Í síðustu viku sendi hann prufusendingu með flugi til London en Einar kveðst ekki vita til þess að aðrir netabændur sendi lax utan með flugi.
Vísir greindi frá þessu