Sveitarstjórn Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við áform Neyðarlínunnar um að byggja litla vatnsaflsvirkjun sem myndi sjá fjarskiptastöð Neyðarlínunnar við Laufafell fyrir orku.
Neyðarlínan hefur óskað eftir leyfi til að virkja við Laufafell en sunnlenska.is greindi frá því fyrir skömmu að Bláskógabyggð hefði fengið sambærilegt erindi til afgreiðslu vegna smávirkjunar við Bláfell.
Þar sem svæðið við Laufafell er innan þjóðlendu þarf einnig samþykki landeiganda sem er íslenska ríkið.