Neysluskammtar og tól fundust á Selfossi

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Fíkniefni fundust á ökumanni bifreiðar sem lögreglan stöðvaði á Selfossi síðastliðinn sunnudag. Jafnframt fundust efni í bifreiðinni sjálfri auk tóla til neyslu.

Við yfirheyrslu kannaðist ökumaðurinn við að eiga efnin og hafa ætlað þau til eigin neyslu.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur einnig fram að tveir ökumenn, sem stöðvaðir voru í umferðinni í liðinni viku eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Sá þriðji er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

Alls voru 43 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Tuttugu þeirra í Árnessýslu, tólf í Rangárvallasýslu, fjórir í V-Skaftafellssýslu og sjö í A-Skaftafellssýslu.

Fyrri greinFaldi stolna skó undir sólpalli
Næsta greinValsmenn mættu með sópinn á lofti