Borist hafa ábendingar um að sérstök lykt sé af neysluvatni í Hveragerðisbæ.
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að búið sé að óska eftir því að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands komi sem fyrst og athugi málið með sýnatöku.
Þá eru bæjarstarfsmenn í Hveragerði einnig að skoða þessar ábendingar.