Niðurgreiðir tónlistarnám

Hreppsnefnd Rangárþings ytra hefur samþykkt að sveitasjóður greiði að hluta tónlistarnám nemenda sveitarfélagsins utan sveitarfélagsins.

Samþykktin gildir fyrir skólaárin 2011-2012 og 2012-2013 í samræmi við samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar er kveðið á um að Jöfnunarsjóður greiði kennslugjöld þeirra sem stunda nám á hljóðfæri á framhaldsstigi og söngnám á miðstigi og framhaldsstigi við viðurkennda tónlistarskóla eftir því sem fjárheimildir leyfa.

„Við eigum eftir að sjá hvaða áhrif þessi nýji samningur ríkis og sveitarfélaga gerir með fjármagnið úr Jöfnunarsjóði,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Þessi samþykkt leiðir til óverulegs kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið en er líka þjónustuaukning hjá sveitarfélaginu.“

Fyrri greinTvær leiksýningar í kvöld
Næsta greinFlautukarfa Bjarna tryggði sigurinn