Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 30. mars að hækka niðurgreiðslur vegna barna sem dveljast hjá dagforeldrum.
Hækkunin tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn en fjárhæð niðurgreiðslunnar fer úr 30.000 kr. í 50.000 kr. og nemur hækkunin 66%.
Nú dvelja 36 börn úr Sveitarfélaginu Árborg hjá átta dagforeldrum sem starfa á Selfossi.