Niðurskurður kominn yfir þolmörk

Báran, stéttarfélag og Sjúkraliðafélag Íslands harma þann niðurskurð sem enginn sjái fyrir endann á við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Í sameiginlegri ályktun félaganna kemur fram að niðurskurðurinn sé kominn að eða fram yfir þolmörk fyrir löngu.

Ekkert lát sé á endalausum kröfum til niðurskurðar sem bitni bæði á þeim sem veita og nota þjónustuna. Starfsmenn séu að niðurlotum komnir, og enn eigi að skera niður.

Skorað er á stjórnvöld að snúa sér að forgangsröðun í meðferð fjármagns, og standa vörð um þjónustuna sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands á að veita.

Fyrri greinDrýlar og dældir í jöklinum
Næsta greinKaupin ekki háð leyfi eftirlitsnefndar