Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fyrsta fundi sínum á nýju kjörtímabili að niðurstaða úr fyrirhugaðri íbúakosningu um breytingu á á aðalskipulagi og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verði bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins.
Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar.
Tillagan var borin upp á fundinum í gær og samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans en, bæjarfulltrúar D-listana sátu hjá.
Kosningin mun fara fram síðsumars eða í haust en um rafræna kosningu verður að ræða fyrir íbúa í sveitarfélaginu 16 ára og eldri.