Ninna Sif hætt í bæjarstjórn

Ninna Sif Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi D-listans í Hveragerði, hefur látið af störfum í bæjarstjórn af persónulegum ástæðum.

Bæjarstjórn barst bréf þessa efnis fyrir síðasta fund sinn og voru Ninnu þökkuð góð störf í þágu bæjarfélagsins.

Þar sem hún hefur verið í leyfi undanfarin misseri mun afsögn hennar ekki hafa breytingar í för með sér fyrir nefndir bæjarins, en Þórhallur Einisson hefur setið í bæjarstjórn í stað Ninnu undanfarin tvö ár.

Á sama fundi óskuðu fulltrúar Samfylkingarinnar eftir breytingu á nefndaskipan í Skipulags- og mannvirkjanefnd. Þar er Njörður Sigurðsson nýr fulltrúi Samfylkingarinnar.

Í öldungaráði verði Auður Guðbrandsdóttir aðalmaður í stað Gísla Garðarssonar og Anna Jórunn Stefánsdóttir verði varamaður.

Fyrri greinJólastund með Karitas Hörpu Kolbrúnu Lilju
Næsta greinSkúli og Bær hf fengu umhverfisviðurkenningar