Félag íslenskra bifreiðaeigenda hleypti af stað undirskriftarsöfnun í gær gegn tillögum um veggjöld umhverfis Reykjavík. Kl. 21 í kvöld höfðu 19.383 skráð sig á mótmælalistann.
Í fréttatilkynningu frá FÍB segir að þessar hugmyndir stjórnvalda séu fráleitar og af viðbrögðum fólks er ljóst að þær eiga ekki upp á pallborðið hjá almenningi.
Hratt hefur fjölgað á undirskriftarlistanum í dag en síðustu klukkutímana hafa nærri tvö ný nöfn bæst við listann á hverri sekúndu.