Nítján sækja um bæjarstjórastólinn í Hveragerði

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Nítján umsækjendur eru um starf bæjarstjóra í Hveragerði sem auglýst var á dögunum. Á listanum kennir ýmissa grasa en þar má meðal annars finna nöfn fyrrverandi sveitarstjóra, borgarfulltrúa og sýslumanna.

Umsækjendurnir eru:
Ágúst Örlaugur Magnússon – Vaktstjóri
Geir Sveinsson – Sjálfstætt starfandi
Glúmur Baldvinsson – Sjálfstætt starfandi
Jón Aron Sigmundsson – Sjálfstætt starfandi
Karl Gauti Hjaltason – Fyrrv. þingmaður
Karl Óttar Pétursson – Lögmaður
Kolbrún Hrafnkelsdóttir – Forstjóri
Konráð Gylfason – Framkvæmdastjóri
Kristinn Óðinsson – Fjármálastjóri
Lína Björg Tryggvadóttir – Skrifstofustjóri
Magnús Björgvin Jóhannesson – Framkvæmdastjóri
Matthildur Ásmundardóttir – Fyrrv. bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sigurður Erlingsson – Stjórnarformaður
Sigurgeir Snorri Gunnarsson – Eftirlaunaþegi
Valdimar O. Hermannsson – Fyrrv. sveitarstjóri Blönduósbæjar
Vigdís Hauksdóttir – Fyrrv. borgarfulltrúi
Þorsteinn Þorsteinsson – Deildarstjóri
Þórdís Sif Sigurðardóttir – Fyrrv. sveitarstjóri Borgarbyggðar
Þröstur Óskarsson – Sérfræðingur

Fyrri greinNýr markmaður á Selfoss
Næsta greinIða Marsibil ráðin sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi