Níu manns sagt upp á Þingvöllum

Á Þingvöllum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun.

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Einari Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði, að mikil endurskipulagning sé framundan innan þjóðgarðsins.

„Við höfum verið í sambandi við Umhverfisráðuneytið síðan í vor um hvernig sé hægt að bregðast við þessari stöðu. Sértekjur þjóðgarðsins vegna ferðamanna hafa gufað upp.“ segir Einar í samtali við RÚV.

Uppsagnirnar taka gildi 1. febrúar og vonar Einar að það verði hægt að ráða stóran hluta starfsfólksins aftur með vorinu.

Frétt RÚV

Fyrri greinSunnlendingar kunna að meta að fá heimsendan fisk
Næsta greinSmitum fjölgar á Selfossi