Níu umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar og ein um stöðu framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar eru Anna María Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSu, Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, hjúkrunarstjóri HSu, Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, deildarstjóri Dvalarheimilinu Ási, Eydís Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSu, Guðlaug Einarsdóttir, verkefnastjóri/hjúkrunarfræðingur HSu, Ingibjörg Fjölnisdóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala, Ólöf Árnadóttir, hjúkrunarstjóri HSu, Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, forstöðumaður dagdvalar Árborg og Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri HSu.
Sigurður Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSu, var sá eini sem sótti um starf framkvæmdastjóra lækninga.