Níu staðnir að ölvunarakstri

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Frá hádegi í gær til hádegis í dag hefur lögreglan á Suðurlandi stöðvað sex ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 124 km/klst hraða.

Níu ökumenn voru stöðvaðir fyrir ölvun við akstur og einn ökumaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.

Þrjú umferðaróhöpp urðu síðastliðinn sólarhring. Ekið var á búfé á Þingvallavegi. Í öðru tilviki missti ökumaður bifreiðar stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að ökuferðin endaði ofan í læk en ökumaður slapp ómeiddur. Einnig fauk húsbifreið á hliðina, með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs, í því tilviki fór betur en á horfðist.

Eitt heimilisofbeldismál kom upp síðastliðinn sólarhring og er málið til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina.

Fyrri greinSjaldan séð jafn mikið vatn í Hólmsá
Næsta greinBarnabækur á 42 tungumálum á bókasafninu