Norðurlandamót grunnskólasveita verður haldið á Hótel Selfossi næstu helgi.
Þátt taka sex lið frá öllum Norðurlöndunum að Færeyjum undanskyldum.
Ísland á tvo lið á mótinu. Annars vegar eru það núverandi Íslands- og Norðurlandameistarar Álfhólsskóla frá Kópavogi og svo er það margfaldir Norðurlanda- og Íslandsmeistarar Rimaskóla.
Búast má að hart verði barist á skákborðinu enda tefla þarna margir af sterkustu og jafnframt efnilegustu skákkrökkum Norðurlandanna.
Heilmikið verður teflt á Selfossi um helgina fyrir utan sjálft mótið og verður meðal annars skákmót í Fischer-setri á laugardagskvöldið kl. 19:30 sem opið er gestum og gangandi.
Mótið hefst á föstudag kl. 10 og mun Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, setja mótið og leika fyrsta leik þess.