Sjúkraflutningamenn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa sinnt ellefu útköllum yfir hátíðarnar sem er svipaður fjöldi útkalla og undanfarin ár.
„Útköllin hafa verið af ýmsum toga, bráð veikindi, slys og sængurkonur í fæðingu en um það bil helmingur útkallanna hafa verið bráðaútköll,“ sagði Ármann Höskuldsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSu, í samtali við sunnlenska.is.