Norðurljósadans í Mýrdalnum

Það var mikill norðurljósaskrúði á himni yfir Íslandi í kvöld þar sem saman fór mikil virkni og góð veðurskilyrði.

Mikil virkni var á yfirborði sólarinnar 18. og 19. janúar en fram kemur á vef Jarðfræðistofnunar Alaska að þá hafi orðið tvö sólgos fremur smá að vöxtum. Þann 19. janúar varð svokölluð kórónuskvetta vegna langvarandi virkni á norðausturhluta sólar.

Þökk sé léttskýjuðum himni gátu Sunnlendingar notið áhrifanna í kvöld og einn þeirra sem mundaði myndavélina var Jónas Erlendsson í Fagradal en hann tók myndina sem fylgir fréttinni.

Fyrri greinKFÍ hellti Hamri úr bikarnum
Næsta greinGestagangur í Shell-Skálanum