Norræna vistræktarhátíðin verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi um næstu helgi, í Ölfusi. Hátíðin er haldin í sjötta sinn og hefur verið haldin á öllum sjálfráða Norðurlöndunum til þessa.
Hátíðin er haldin rétt utan við Þorlákshöfn þar sem Töfrastaðir hafa hrundið að stað nýju verkefni sem kallast Sandar Suðursins. Þar hafa Töfrastaðir fengið 8 hektara lands fyrir umhverfiskennslumiðstöð með áherslu á landgræðslu, skógrækt og til að efla tengingu fólks við náttúru. Töfrastaðir stendur fyrir hátíðinni í ár.
Á hátíðinni verður ráðstefna undir beru lofti með ótal fyrirlestrum, umræðuhópum og verklegri kennslu. Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir síðastlíðna mánuði og hafa yfir 50 manns komið að því frá mörgum löndum og allir gefa sína vinnu.
Búið er að reisa vistvæna karma, útieldhús, aðstöðu fyrir fyrirlesara, skjólgjafa, svitahof og yurt tjald. Gestir hátíðarinnar gista í tjöldum en hægt er bæði að kaupa miða fyrir alla hátíðina eða dagsmiða.
Mörður G Ottesen, forsvarsmaður hátíðarinnar, segir vistræktarhátíðina vera tækifæri til að bjóða fólki að taka þátt í uppbygginu á Söndum suðursins þar sem hægt er að læra ótrúlega margt á stuttum tíma, finna fyrir samhug fólks og byggja upp eitthvað sem skiptir máli. Hátíð er fyrir þá sem vilja lifa í sátt við umhverfi sitt, vinna að sjálfbærni og byggja upp af eigin getu úr efnivið sem að öllu jöfnu er kastað. Endurnýting er stór þáttur í uppbyggingunni.
Hátðin er fyrir alla sem eru opnir fyrir því að læra af öðrum. Fyrirlestarnir eru fjölbreyttir, þeir eru frá andlegum tengingu við náttúru til kynninga á rannsóknum um hvernig vistrækt getur brugðist við náttúruhamförum. Ef fólk hefur gaman af því að rækta, lifa í sátt, skemmta sér á ábyrgan hátt, njóta útiveru eða almennt að tengjast náttúru þá er hátíðin fyrir þá.
Skemmtiatriðin á hátíðinni eru glæsileg, í tilefni hátíðarinnar koma til landsins The Formidable Vegetable Sound System sem er án efa aðal hljómsveitin á vistræktarsviðinu. Ísland er seinasta landið í löngu tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Vegan Klíkan hitar upp fyrir þau en það er listahópur sem rappar um andleg málefni og matar-æði. Auk þeirra verða fjölmargir tónlistarmenn á svæðinu og stemninginn verður létt alla helgina.