Verslanir og veitingastaðir á Selfossi hafa að undanförnu verið í óða önn að undirbúa sig fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem hefst á morgun.
Eins og alþjóð veit hefur Unglingalandsmótinu tvisvar sinnum verið frestað vegna kórónuveirunnar og er því almennt mikil gleði og spenningur hjá Selfossbúum fyrir helginni.
„Helgin leggst rosalega vel í mig. Ég hef verið að skoða veðurspána bæði kvölds og morgna alla vikuna og fann í morgun þessa einu réttu. Það er norska spáin yr.no sem er með þetta rétt þessa verslunarmannahelgi,“ segir Tómas Þóroddsson, veitingamaður á Selfossi, í samtali við sunnlenska.is.
Eftir að hafa skoðað norsku veðurspána ákvað Tómas að bóka trúbador fyrir helgina. „Ég hringdi strax til Grindavíkur í Sibba trúbador og hann verður um helgina á Tryggvaskála, Kaffi Krús og á Messanum Selfossi að spila yfir miðjan daginn.“
Ungmennafélaginn lætur vaða í brauðtertuna
Tómas er við öllu búinn fyrir helgina og hefur fengið aukafólk úr Reykjavík til að aðstoða sig en gera má ráð fyrir mörg þúsund manns eigi eftir leggja leið sína á Selfoss vegna Unglingalandsmótsins.
„Ég hef bætt við starfsfólki á Vor og Konungskaffi. Krakkanir á landsmótinu vilja fara í hollusturéttina á Vor í Krónuhúsinu á með hinn dæmigerði ungmennafélagi lætur vaða í brauðtertuna á Konungskaffi,“ segir Tómas léttur í bragði að lokum.