Auglýst hefur verið eftir starfsmanni í afleysingar fyrir bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Um er að ræða tímabundið starf fram að áramótum.
Það eru Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Suðurlands, Félag kúabænda á Suðurlandi og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem leita að öflugum og úrræðagóðum einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst.
Markmiðið er að bændafjölskyldur geti tekið sér frí frá bústörfum 2-7 daga í senn. Afleysingaþjónustan verður m.a. fjármögnuð með styrktarfé sem norskir bændur hafa aflað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Áhugasamir geta kynnt sér starfið á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands.