Norskt félag tekur Ytri-Rangá á leigu

Norska fyrirtækið Heggøy Aktiv hefur tryggt sér leigurétt á Ytri-Rangá til næstu þriggja ára. Fyrirtækið greiðir um 100 milljónir króna á ári fyrir leiguréttinn.

Í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Jónsson, formaður veiðifélags Ytri-Rangár, að samningurinn muni koma til endurskoðunar 2015. Um 100 landeigendur eru í veiðifélaginu.

„Samningurinn við Lax-á rann út í ár og ákváðum við að taka hæsta tilboði. Þrír aðilar lögðu fram tilboð,“ segir Gunnar en Lax-á hafði verið með leiguréttinn síðastliðin 12 ár.

Heggøy Aktiv hefur að sögn Gunnars unnið að uppbyggingu laxveiðiár í Noregi. „Þeir óskuðu eftir viðræðum við okkur þegar þeir voru að veiða hér á landi í sumar og samningar náðust í kjölfarið,“ segir Gunnar en fyrir leiguréttinn greiðir fyrirtækið að sögn hans um 100 milljónir á ári. Gunnar segir að nýi samningurinn sé um 10% lægri en fyrri samningur.

Fyrri greinSmáskjálftar við Húsmúla
Næsta greinFramtennur brotnuðu í tilefnislausri árás