Norræna félagið býður upp á námskeið í norsku fyrir byrjendur. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og talmál og hentar námskeiðið því vel þeim sem hyggja á nám eða vinnu í Noregi.
Kennslustundir verða á mánudögum kl. 18:00-19:30 frá 28. febrúar til 28. mars, alls 10 kennslustundir. Kennari er Hermann Bjarnason. Kennsla fer fram í húsakynnum Norræna félagsins, Óðinsgötu 7 í Reykjavík.
Námskeiðsgjald er 6.500 krónur fyrir félaga í Norræna félaginu. Félagsaðild í Norræna félaginu kostar aðeins 2.500 kr. á ári / 1.250 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Greiða þarf þátttökugjald áður en námskeið hefst.
Skráning á námskeiðið fer fram hjá Norræna félaginu í síma 5510165 og á netfanginu alma@norden.is.
Leitið upplýsinga eða frekari aðstoðar hjá Norræna félaginu á Selfossi. Hafið samband við Þorlák H. Helgason, formann félagsins, torlakur@hi.is eða í síma 8942098.