Nú geta allir borið fegurstu mottuna

Dagana 9.–23. mars munu aðildarfélög Krabbameinsfélagsins um land allt selja lyklakippu til ágóða fyrir Mottumars.

Fyrirmyndin að lyklakippunni er yfirskegg Árna Þórs Jóhannessonar, sem var útnefnt „Fegursta mottan 2011″ af sérstakri dómnefnd. Með kaupum á lyklakippunni geta hins vegar allið landsmenn borið þessa fögru mottu allan ársins hring.

Krabbameinsfélagið í Árnessýslu mun m.a. selja kippuna en einnig verður hún fáanleg í verslun Krabbameinsfélagsins að Skógarhlið 8 í Reykjavík og vefverslun félagsins.

Lyklakippan kostar 1.500 krónur.

mottumars2011_arni_thor_691181849.jpg
Árni Þór Jóhannesson bar fegurstu mottuna árið 2011.

Fyrri greinTöfrasýning á þremur stöðum
Næsta greinSkoða sölu á Víkurprjóni