Vinnuflokkur Vegagerðarinnar er þessa dagana að vinna við smíði nýrrar brúar yfir Aurá í Skaftárhreppi, nærri Núpum, og fækkar þar með einbreiðum brúm á hringveginum um eina.
Að sögn Svans Bjarnasonar hjá Vegagerðinni er stefnt að því að steypa brúna í júlí og klára veginn í ágúst. Kostnaður við verkið er á bilinu 50 til 60 milljónir króna.