Ný fangelsisbygging ekki endilega í Reykjavík

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir tillögur um frekari uppbyggingu mannvirkja á Litla-Hrauni allt eins líklegar og aðrar til að verða ofan á þegar ákveðið verður hvar ný rými fyrir fanga verða byggð.

Á fundi ráðherra með starfsmönnum fangelsisins á Litla-Hrauni á dögunum kom fram sú hugmynd að byggja ofan á núverandi gæsluvarðhaldshús og í þeirri viðbyggingu mætti koma fyrir 36 til 38 fangaklefum.

Í samtali við Sunnlenska segir Ragna eðlilegt að sú hugmynd verði skoðuð líkt og aðrar hugmyndir.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinSunnlenskir skólar sitja á botninum
Næsta greinÓbreytt virkni í gosinu