Ný gisti­álma byggð í sum­ar

Stefnt er að veru­legri upp­bygg­ingu gistiaðstöðu í Kerl­ing­ar­fjöll­um á næstu árum. Fann­borg, sem á og rek­ur há­lend­ismiðstöðina, hyggst koma upp fyr­ir mitt næsta sum­ar gisti­álmu með 20 tveggja manna her­bergj­um.

Hrepps­nefnd Hruna­manna­hrepps hef­ur samþykkt nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Kerl­ing­ar­fjalla­svæðið. Þar er gert ráð fyr­ir upp­bygg­ingu hefðbund­inn­ar gist­ing­ar í her­bergj­um í stað svefn­pokag­ist­ing­ar í fjalla­skál­um.

Þörf­in fyr­ir aukið gistipláss er brýn, að sögn Páls Gísla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fann­borg­ar. „Það er orðið upp­selt stór­an hluta sum­ars­ins og ásókn­in er meiri en við get­um annað. Gest­irn­ir sækj­ast eft­ir her­bergjag­ist­ingu,“ seg­ir Páll í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyrri greinLækkar verð á eittþúsund vörutegundum
Næsta greinTveggja marka tap gegn Val