Í gær var opnuð ný heimasíða þar sem hægt er að fylgjast með fréttum af bústörfum og uppbyggingu á bænum Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Á vefnum www.þorvaldseyri.is er saga Þorvaldseyrar m.a. rakin í stuttu máli.
„Í kjölfar eldgoss, öskufalls og flóða úr Eyjafjallajökli höfum við á Þorvaldseyri fundið fyrir miklum stuðningi frá einstaklingum, fyrirtækjum og fjölmörgum sjálfboðaliðum, sem tekið hafa þátt í hreinsunarstarfi. Erum við þeim mjög þakklát. Við hvetjum fólk til að heimsækja síðuna okkar og fylgjast með lífinu í öskunni,“ segir í fréttatilkynningu frá heimilisfólkinu á Þorvaldseyri.