Ný ÓB sjálfsafgreiðslustöð var opnuð í Vík í Mýrdal í gær. Stöðin hentar vel bæði fólksbílum sem og atvinnubílum þar sem gott pláss er á stöðinni.
Olíuverzlun Íslands hefur einnig reist verslunar- og þjónustuhúsnæði á lóðinni sem verður leigt til ferðaþjónustufyrirtækisins Katlatrack sem mun starfrækja ferðaþjónustu og veitingasölu í húsinu.
„Framkvæmdir Olís á svæðinu er liður af örri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum í Vík og því við hæfi að sveitarstjórinn Þorbjörg Gísladóttir myndi vígja stöðina. Stöðin er góð viðbót við net þjónustustöðva okkar sem kemur íbúum til góða ásamt öllum þeim fjölda ferðamanna sem leggur leið sína til Víkur,“ segir Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs Olís.