Ný og fjölbreytt Heimshornalína frá Holta

Í gær kom á markaðinn ný og fjölbreyttari vörulína með fullelduðum íslenskum kjúklingavörum undir merkjum Heimshorn Holta.

„Heimshorna vörulínan frá Holta er löngu þekkt og hefur notið vaxandi vinsælda frá því hún kom fyrst á markað árið 2015. Nú er vörutegundum fjölgað um leið og varan kemur í nýjar umbúðir sem spara plastnotkun um allt að 70%. Þá er lögð áhersla á minni pakkningar sem henta minni fjölskyldum og einstaklingum, sem þurfa þá ekki að kaupa umfram þarfir hverju sinni.  Þannig er stuðlað að minni matarsóun, auk þess sem minni pakkningar með fjölbreyttu úrvali gefa færi á að kaupa ólíkar tegundir í máltíðina, allt eftir smekk hvers og eins fjölskyldumeðlims,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Holta á Hellu.

Nýja línan inniheldur 34 vörutegundir sem skiptast í þrjá flokka, sem allir innihalda fulleldaðar vörur úr íslenskum kjúklingi.

  • Hreinar vörur, án krydda og aukefna, skráargatsmerkt (blár borði).
  • Kryddaðar vörur með ólíkum og fjölbreyttum bragðtegundum (rauður borði).
  • Hjúpaðar vörur með vörum í mismunandi kryddhjúpum, raspaðar vöru, bollur, nagga o.þ.h. (grænn borði).

„Þannig ættu allir að geta fundið handhægt og fljótlegt grunnhráefni sem hentar uppáhalds meðlæti eða kjúklingarétti hvers og eins.  Svo er líka hægt að njóta Heimshornanna einna og sér, enda fullelduð vara tilbúin beint á diskinn,“ bætir Guðmundur við.

Fyrri greinSóttvarnir í lagi hjá sunnlenskum rekstraraðilum
Næsta greinÁætlunarflug hefst milli Hafnar og Reykjavíkur