Set Pipes náði mikilvægum áfanga í Þýskalandi í vikunni þegar ný og fullkomin framleiðslulína til vinnslu á foreinangruðum sveigjanlegum plaströrum var gangsett.
Það voru tæknimenn Set og hönnuðir línunnar sem komu vinnslunni af stað þeir, Jóhann Valdimarsson og Róbert Karel Guðnason ásamt Rafal Pikiewicz rafvirkja Set, en með þeim á myndinni er Frank Müller vinnslustjóri Set Pipes í Þýskalandi.
Þróun á nýju Elipex Premium rörunum hefur farið fram á Selfossi undanfarin ár. Framleiðslan byggir á flóknu vinnsluferli og nýjungum í aðferðum.
Tækin voru að hálfu leyti smíðuð á Selfossi og send þaðan til Haltern am See. Uppkeyrsla og þróun á öllum stærðum og gerðum Elipex Premium röra í Set Pipes GmbH mun eiga sér stað á næstu mánuðum og vörulínan verður endanlega tilbúin ytra vorið 2020.
Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 2,7 milljónir Evra, eða rúmlega 372 milljónir króna, en þetta er langstærsta einstaka tækniþróunarverkefni félagsins frá upphafi.