Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á síðasta fundi sínum nýja skólastefnu fyrir sveitarfélagið. Skólastefnan tekur til áranna 2015-2020 og nær yfir grunn- og leikskóla sveitarfélagsins.
Skólastefnan var unnin af fræðslunefnd Rangárþings eystra og ráðgjafa frá Capacent og var hún unnin á grundvelli hugmynda sem fram komu á skólaþingi sem haldið var á vegum fræðslunefndarinnar.
Með þessu hefur skólastefna og framtíðarsýn Rangárþings eystra í skólamálum verið lögð.