Ný sprunga á Fimmvörðuhálsi

Ný sprunga hefur opnast á Fimmvörðuhálsi, norðvestan við gígana sem fyrir voru, og rennur hraun úr henni í átt að Hvannárgili. Sprungan er 300-400 metrar og aðeins skásett við gömlu sprunguna.

Af vefmyndavél Mílu á Fimmvörðuhálsi má sjá að töluvert öskufall er nú á Fimmvörðuhálsi. Norðanátt er á svæðinu og ber hún öskuna suður yfir Fimmvörðuháls. Af myndum úr vefmyndavélum má dæma að töluverður kraftur sé í báðum sprungunum.

Ekki er vitað til þess að fólk hafi verið í nágrenni við nýju sprunguna sem er í hvarfi við helsta útsýnisstaðinn hjá gömlu sprungunni.

Fyrri greinHallgrímur vill 812 Ölfus
Næsta greinKarfa: KR komið yfir í einvíginu