Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sólvalla, dvalarheimilis aldraðra á Eyrarbakka, sem haldinn var í kvöld. Fundurinn verður haldinn í sal heimilisins og var ágætlega sóttur.
Fráfarandi stjórn Sólvalla gerði grein fyrir; starfsemi og rekstri síðasta árs og lagði fram ársreikninga en að loknum umræðum var árskýrslan og reikningar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ný stjórn var kosin og hana skipa Guðjón Guðmundsson, María Gestsdóttir og Þórdís Kristinsdóttir. Í varastjórn eru Íris Böðvarsdóttir og Tyrfingur Halldórsson.
Þórdís kemur ný inn í stjórn í stað Söndru Dísar Hafþórsdóttur. Söndru voru þökkuð góð störf fyrir Sólvelli en hún hefur setið í stjórninni frá árinu 2007.
Forstöðukonur á Sólvöllum eru Hafdís Óladóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Greint er frá þessu á Menningar-Stað, þar sem sjá má myndasafn frá fundinum.