Aðalfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fór fram á veraldarvefnum laugardaginn 20. febrúar síðastliðinn.
Ný stjórn var kosin á fundinum en hana skipa Óskar H. Þórmundsson, formaður, Sigrún Gísladóttir Bates, Davíð Brár Unnarsson, Sverrir Ómar Victorsson, G. Svana Sigurjónsdóttir, Didda Hólmgrímsdóttir og Tómas Ellert Tómasson. Varamenn eru Margrét S. Jónsdóttir, Magnús Haraldsson og Ragnar Anthony Antonsson Gambrell.
Á fundinum fóru þingmenn Miðflokksins í Suðurkjördæmi yfir störf sín og stjórnmálaviðhorfið. Í tilkynningu frá Miðflokksfélaginu segir að í máli þingmanna og annarra fundargesta hafi komið fram að staða Miðflokksins sé afar sterk í kjördæminu. Þá hefur deildum innan félagsins í kjördæminu farið fjölgandi uppá síðkastið og mikill sóknarhugur er í flokksfélögum fyrir komandi alþingiskosningar, enda séu mikil sóknarfæri til staðar fyrir flokkinn til enn frekari styrkingar.