Ný sýn á gamla staði

Flugfélagið Ernir hefur hafið útsýnisflug frá Selfossi. Flogið verður yfir Eyjafjallajökul, Heklu, Þingvelli, Gullfoss, Geysi, Þórsmörk og Landmannalaugar svo eitthvað sé nefnt og tekur flugið tæpa tvo klukkutíma.

Flogið er á litlum flugvélum sem taka fimm manns. „Þetta er Gullni hringurinn úr lofti,“ segir Ásgeir Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri, Ernis.

Flugmaðurinn er leiðsögumaður í þessum ferðum. Allir í vélinni eru með heyrnartól og geta því hlustað á og talað við leiðsögumanninn í ferðinni. „Fólk fær nýja sýn á staði sem það hefur keyrt framhjá eða staði sem það þekkir,“ segir Ásgeir.

Verkefnið er unnið í samstarfi við upplýsingamiðstöðvar, aðila í ferðaþjónustunni, eigendur gististaða á Suðurlandi og Markaðsstofu Suðurlands. Hann segir þetta gert til að bæta við afþreyingaflóruna á svæðinu.

Fyrri greinMjölnir bauð lægst í tvö verk
Næsta grein„Ef þetta er rétt þá er það merkilegt, ef ekki þá er þetta skemmtilegt“