Nýir hluthafar að koma inn

Fjárhagsleg endurskipulagning stendur nú fyrir dyrum á plastverksmiðju BES ehf. á Selfossi.

Að sögn Óla Péturs Lúðvíkssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins er nánast frágengið að nýir hluthafar komi til liðs við félagið og hluthafahópur í kringum Ólaf Auðunsson fjárfesti hverfi frá félaginu. Aðrir hluthafar eru Set ehf., Plastiðjan og Óli sjálfur.

Nýtt hlutafé verður notað til að endurnýja vélakost að hluta til en að sögn Óla er það nauðsynlegt, meðal annars til að létta umbúðirnar en framþróun er hröð í greininni. BES framleiðir plastumbúðir fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað.

Fyrri greinEimskip Flytjandi flytur matargjafir
Næsta greinTvö HSK met og tólf gull