Fjórir nýir félagar voru teknir inn í Lionsklúbb Hveragerðis á sameiginlegum fundi klúbbins með Lionsklúbbnum Eden á dögunum.
Fundurinn var haldinn í matsal Garðyrkjuskólans á Reykjum. Þrír af nýju félögunum koma úr öðrum Lionsklúbbum. Þetta voru þeir Guðmundur Sveinbjörnsson sem var í Lkl. Hornafjarðar, Þór Hreinsson sem var í Lkl. Muninn Kópavogi, Úlfur Óskarsson sem var í Lkl. Selfoss og Hilmar Þór Hafsteinsson sem er nýr félagi.
Á fundinum var Kristinn G. Kristjánsson sæmdur enn einni orðunni frá Alþjóðaskrifstofu Lions sem veitt er fyrir langt og heilladjúgt starf í þágu hreyfingarinnar.
Lionsklúbburinn Eden tók við þetta tækifæri inn einn nýjan félaga, Ásrúnu Jóhannesdóttur.