Hjónin Halla Ruth Sveinbjörnsdóttir og Jón Vigfússon úr Hafnarfirði hafa tekið við rekstri ferðaþjónustunnar í Úthlíð í Biskupstungum í sumar.
Halla Ruth sagðist í samtali við Sunnlenska vera mjög spennt fyrir rekstrinum og þau hafi mikinn áhuga á að byggja upp þjónustuna á svæðinu, taka nýja golfhúsið í notkun og vera með skemmtanir um helgar í Réttinni fyrir gesti í orlofshúsum í Úthlíð og íbúa Bláskógabyggðar.
Halla Ruth segir að búið sé að útbúa nýjan grillmatseðil, en að hennar sögn felst mesta breytingin í því að í sumar verður sérstakur morgunverður í boði fyrir gesti og gangandi sem og heimilislegur hádegisverðarmatseðill.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu