Í gær fór fram lokaúttekt á nýju tröppunum við Seljalandsfoss en unnið var að uppsetningu þeirra í sumar.
Rangárþing eystra leggur ákveðið fjármagn á hverju ári í uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu. Tröppurnar við Seljalandsfoss var stærsta verkefnið sem ráðist var í á þessu ári.
Undanfarin ár hefur verið unnið að því að laga aðgengi í kringum fossinn og eru tröppurnar hluti af því. Verkefnið er einnig styrkt af umhverfissjóði Ferðamálastofu sem leggur 2 milljónir króna í þennan hluta verksins.
Uppsetning tappanna tók um 6-7 vikur og var kostnaðurinn tæpar 6 milljónir króna.
Umsjón með verkefninu hafði Oddur Hermannsson hjá Landform ehf á Selfossi en uppsetning var í höndum Vélsmiðjunnar Magna á Hvolsvelli.
Áætlað er að um 170 þús. ferðamenn heimsæki fossinn árlega.